Öll eiga rétt á því að taka þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi án þess að vera mismunað vegna uppruna, þjóðernis, húðlitar, menningar, trúar- og lífsskoðana eða annarra mismunarþátta. Öll eiga sama rétt á því að taka þátt og upplifa öryggi, viðurkenningu, virðingu og hlutdeild.
Það er á ábyrgð starfsfólks og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi að stuðla að inngildingu í starfsemi sinni með því að virkja allt fólk til þátttöku og gefa fjölbreyttum hópi fólks kleift að taka virkan þátt í starfinu sem og í ákvarðanatöku. Fordómar, kynþáttaníð og mismunun getur verið hindrun fyrir því að öll börn og ungmenni taki þátt.
Með því að innleiða stefnu um inngildingu og fjölmenningu í íþrótta- og æskulýðsstarfi og viðbragðsáætlun sem felur í sér viðbrögð við fordómum, kynþáttaníði og mismunun skuldbindur félagið sig til þess sporna gegn slíku í starfi sínu og sendir á sama tíma skýr skilaboð um að slík hegðun sé ekki liðin innan þeirra raða. Slíkt eykur traust og tiltrú á félaginu og getur stuðlað að aukinni þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna og/eða með flóttabakgrunn.
Hvers kyns mismunun á öllum sviðum samfélagsins, hvort heldur bein eða óbein, vegna kynþáttar, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu, er óheimil samkvæmt lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði.
Mismunun á grundvelli uppruna, þjóðernis, húðlitar, menningar, trúar- og lífsskoðana eða annarra mismununarþátta í íþrótta- og æskulýðsstarfi birtist meðal annars þegar einstaklingi, eða hópi fólks, á grundvelli þeirra þátta er:
Fordómar og kynþáttaníð í íþrótta- og æskulýðsstarfi birtist í hegðun og/eða framkomu sem felur í sér að hæðast að, smána, rógbera og/eða ógna einstaklingi eða hópi fólks með ummælum, myndefni eða annars konar tjáningu, eða sem ofbeldi eða hótunum um eða hvatning til ofbeldis, eða annað sem kann að vekja hjá fólki ótta, vegna uppruna, þjóðernis, húðlitar, menningar, trúar- og lífsskoðana eða annarra mismununarþátta.
Slík hegðun birtist meðal annars með orðum eða hegðun, með eftirfarandi hætti:
Mikilvægt er að íþrótta- og æskulýðsfélög séu opin og aðgengileg til þess að fordómar, kynþáttaníð og mismunun þrífist ekki starfinu og að auðvelt sé að tilkynna atvik eða áföll sem fela í sér fordóma, kynþáttaníð og/eða mismunun á grundvelli uppruna, þjóðernis, húðlitar, menningar og/eða trúar- og lífsskoðana.
Þar að auki er mikilvægt að til staðar séu verkferlar sem fela í sér viðbrögð við því þegar upp koma atvik eða áföll sem fela í sér kynþáttaníð, íslamófóbíu, útlendingaandúð eða annars konar fordóma og mismunun á grundvelli uppruna, þjóðernis, húðlitar, menningar, trúar- og lífsskoðana eða annarra mismununarþátta. Það er mikilvægt svo hægt sé að bregðast við slíkum málum með réttum hætti, að málið fái viðeigandi málsmeðferð og úrlausn og að gripið sé til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að slík atvik eða áföll endurtaki sig í starfinu.
Slíkir verkferlar fela í sér viðbrögð sem snúa að aðilum máls sem og aðgerðir sem snúa að félaginu. Dæmin hér að neðan eru grunnur að ítarlegri viðbragðsáætlun. Mælt er með að félögin haldi vinnustofu og fái aðstoð fagaðila við að móta ítarlegri viðbragðsáætlun fyrir félagið og innleiðingu hennar.
Þá er mælt með námskeiði um inngildingu og fjölmenningu þar sem meðal annars er farið með ítarlegri hætti yfir mismunandi birtingarmyndir fordóma, kynþáttaníðs og mismununar í íþrótta- og æskulýðsstarfi með dæmum úr íslenskum raunveruleika.
Athugið að viðbrögð félags skulu, eins og kostur er, mótast af vilja til að aðstoða þann sem brýtur af sér við að bæta ráð sitt með viðeigandi stuðningi.
Auk þess að bregðast við hverju atviki eða áfalli fyrir sig með viðeigandi viðbrögðum skal félagið grípa til aðgerða til þess að sporna gegn því að fordómar, kynþáttaníð og mismunun endurtaki sig í starfinu. Slíkar aðgerðir fela meðal annars í sér að endurskoða stefnur, verkferla, vinnubrögð og menningu innan félagsins. Dæmi um slíkar aðgerðir:
Þau félög sem eru að hefja vinnu við að stuðla að inngildingu í félaginu sínu og starfsemi eru hvött til þess að panta vinnustofu fyrir félagið og fá aðstoð fagaðila við að hefja ferlið. Vinnustofan er sniðin að hverjum hópi fyrir sig .