Panta námskeið Æskulýðsvettvangsins

Námskeið Æskulýðsvettvangsins eru þeim samtökum sem mynda vettvanginn og aðildarfélögum þeirra að kostnaðarlausu. Námskeiðin standa einnig fyrirtækjum, félögum og stofnunum til boða fyrir gjald.

Mikilvægt er að sinna fræðslu og forvörnum í íþrótta- og æskulýðsstarfi svo að öll þau sem taka þátt í slíku starfi séu meðvituð um siðareglur og aðra háttsemi sem gilda á slíkum vettvangi. Æskulýðsvettvangurinn býður upp á fjölbreytt námskeið sem hægt er að panta gegn gjaldi. Sjá má lista yfir námskeiðin sem boðið er upp á heimasíðunni og einnig er hægt að senda fyrirspurn ef óskað er eftir fræðslu á öðru málefni en talið er upp. Hvert námskeið kostar 100.000 kr og bætist ferðakostnaður kennara ofan á ef óskað er eftir námskeiði utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við Æskulýðsvettvanginn á aev@aev.is