Æskulýðsvettvangurinn, í samstarfi við Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og höfund þeirra verkfæra sem hér má finna, hefur þróað fræðslu um fjölmenningu og inngildingu í íþrótta- og æskulýðsstarfi og vinnustofu fyrir félög sem vilja stuðla að inngildingu í starfsemi sinni.
Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um fjölmenningarleg samfélög, almennt sem og í íslensku samhengi. Fjallað er um nokkur mikilvæg hugtök, viðhorf og umræðuhefð sem og mismunandi birtingarmyndir fordóma, kynþáttaníðs og mismununar í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Einnig fjallað um ávinninginn af því að vera með inngildandi félag og starfsemi með börnum og ungmennum, áskoranir og hindranir sem standa í vegi fyrir þátttöku jaðarsetta barna og ungmenna og hvað þú getur gert til þess að félagið þitt sé opið, aðgengilegt og inngildandi.
Hægt er að hafa samband við Æskulýðsvettvanginn fyrir nánari upplýsingar og pantanir á námskeiðum.
Hægt er að panta vinnustofu fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög sem og aðra sem starfa með börnum og ungmennum af erlendum uppruna og/eða með flóttabakgrunn sem hafa skuldbundið sig til þess að vinna að inngildingu í félaginu sínu og starfsemi og eru að taka sín fyrstu skref í slíkri vinnu eða vilja stöðumat og mögulega uppfærslu á því sem þegar er til staðar.
Hægt er að panta vinnustofu fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög sem og aðra sem starfa með börnum og ungmennum af erl
endum uppruna og/eða með flóttabakgrunn sem hafa skuldbundið sig til þess að vinna að
inngildingu í félaginu sínu og starfsemi og eru að
taka sín fyrstu skref í slíkri vinnu eða vilja stöðumat og mögulega uppfærslu á því sem þegar er til staðar.
Hægt er að hafa samband við Semu Erlu fyrir nánari upplýsingar og pantanir á vinnustofu.
Námskeið Æskulýðsvettvangsins eru þeim samtökum sem mynda vettvanginn og aðildarfélögum þeirra að kostnaðarlausu. Námskeiðin standa einnig fyrirtækjum, félögum og stofnunum til boða fyrir gjald.
Nánari upplýsingar