Skjánotkun barna og ungmenna hefur aukist mikið undanfarin ár. Mikilvægt er að stuðla að jákvæðri umgengni við tækni, tölvur og snjalltæki og hafa viðmið um slíkt í starfi með börnum og ungmennum þar sem skjáfíkn hefur einnig aukist samhliða aukinni notkun á þessum tækjum.
Það er mikilvægt fyrir öll þau sem starfa með börnum og ungmennum að vita hvað felur í sér að vera sterkur leiðtogi og sýna fyrirmynd í verki þegar kemur að þessu málefni. Á þessu námskeiði er farið yfir mismunandi þætti sem snúa að skjánotkun barna og ungmenna, muninn á síma- og símalausum skóla ásamt því hvernig er hægt að styrkja sig sem leiðtoga í starfi. Opið er fyrir umræður og spurningar.Námskeiðið hentar öllum þeim sem starfa með börnum og ungmennum eða láta málefnið sig varða.
Námskeið Æskulýðsvettvangsins eru þeim samtökum sem mynda vettvanginn og aðildarfélögum þeirra að kostnaðarlausu. Námskeiðin standa einnig fyrirtækjum, félögum og stofnunum til boða fyrir gjald.
Nánari upplýsingar