Einelti í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Einelti er ekki liðið innan þeirra félagasamtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn og aðildarfélaga þeirra. Æskulýðsvettvangurinn stendur fyrir námskeiði um einelti í íþrótta- og æskulýðsstarfi fyrir þau félagasamtök sem saman myndavettvanginn, aðildarfélög þeirra og aðra áhugasama.

Einelti er ekki liðið innan þeirra félagasamtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn og aðildarfélaga þeirra. Mikilvægt er að öllum líði vel í leik og starfi og að sá grundvallarréttur að fá að vera óáreittur sé virtur. Það er mikilvægt að öll þau sem starfa með börnum og ungmennum séu meðvituð um ábyrgð sínar og skyldur.

Til þess að hægt sé að koma í veg fyrir einelti og aðra óæskilega hegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi og tryggja farsæla úrlausn mála þegar samskiptavandi eða einelti kemur upp í slíku starfi er mikilvægt að þeir sem starfa með börnum og ungmennum geti lesið í vísbendingar um samskiptavanda og einelti, þekki mismunandi birtingarmyndir þess og viti hvernig bregðast eigi við þegar slíkt kemur upp.

Æskulýðsvettvangurinn stendur fyrir námskeiði um einelti í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Á námskeiðinu er m.a. farið yfir eftirfarandi atriði:

  • Hvað er samskiptavandi og hvað er einelti?
  • Hverjar eru birtingarmyndir eineltis?
  • Hvernig á að bregðast við einelti í félagsstarfi?
  • Hvernig get ég skapað jákvæða menningu í mínum hópi?
  • Hvaða verkfæri og úrræði eru í boði innan Æskulýðsvettvangsins?
Opna netnámskeið

Næsta námskeið

Námskeiðið 
Einelti í íþrótta- og æskulýðsstarfi
 
er ekki í boði að svo stöddu.

Panta námskeið

Námskeið Æskulýðsvettvangsins eru þeim samtökum sem mynda vettvanginn og aðildarfélögum þeirra að kostnaðarlausu. Námskeiðin standa einnig fyrirtækjum, félögum og stofnunum til boða fyrir gjald.

Nánari upplýsingar

Önnur námskeið Æskulýðsvettvangsins