Hinsegin fræðsla

Á Íslandi og í íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins er fjöldi barna og ungmenna hinsegin. Það er mikilvægt að þau finni fyrir öryggi og vellíðan á sínum vettvangi. Þekking og fræðsla á hinsegin málum er grundvöllur fyrir því að draga úr fordómum og mismunun. Það skiptir máli fyrir þenna hóp að efla þekkingu, auka skilning á stöðu hinsegin fólks og að fagna fjölbreytileikanum.

Á námskeiðinu er fjallað um öll helstu hugtök innan hinsegin regnhlífarinnar, hvað þau þýða og hvað við getum gert til að styðja við bakið á hinsegin fólki.

Kennari námskeiðsins er Sveinn Sampsted.

Opna netnámskeið

Næsta námskeið

Hinsegin fræðsla
19.2.2025
 kl. 
17:30
 | 
Kennari: 
Sveinn Sampsted
Staður: 
Skátarnir
 | 
Hraunbær 123, 110 Reykjavík

Panta námskeið

Námskeið Æskulýðsvettvangsins eru þeim samtökum sem mynda vettvanginn og aðildarfélögum þeirra að kostnaðarlausu. Námskeiðin standa einnig fyrirtækjum, félögum og stofnunum til boða fyrir gjald.

Nánari upplýsingar

Önnur námskeið Æskulýðsvettvangsins