Námskeið Æskulýðsvettvangsins

Það er mikilvægt að allir sem starfa með börnum og ungmennum séu meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð og viti hvernig á að bregðast við þegar upp koma atvik eða áföll í starfinu. Eitt af markmiðum Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að aukinni fræðslu og forvörnum í íþrótta- og æskulýðsstarfi í þeim tilgangi að gera umhverfi barna og ungmenna í félagsstarfi öruggara. Námskeið Æskulýðsvettvangsins eru liður í því.

Barnavernd

Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsfélögum um land allt á einelti, ofbeldi og áreitni sem börn og ungmenni geta orðið fyrir og afleiðingunum af því.

Nánar um námskeiðið

Einelti í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Einelti er ekki liðið innan þeirra félagasamtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn og aðildarfélaga þeirra. Æskulýðsvettvangurinn stendur fyrir námskeiði um einelti í íþrótta- og æskulýðsstarfi fyrir þau félagasamtök sem saman myndavettvanginn, aðildarfélög þeirra og aðra áhugasama.

Nánar um námskeiðið

Hatursorðræða

Hatursorðræða er vaxandi vandamál í íslensku samfélagi og hatursorðræða á netinu er ein af þeim stóru hættum sem steðja að börnum og ungmennum í dag. Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um hvernig hægt er að koma í veg fyrir að börn og ungmenni tileinki sér slíka hegðun.

Nánar um námskeiðið

Hinsegin fræðsla

Á Íslandi og í íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins er fjöldi barna og ungmenna hinsegin. Það er mikilvægt að þau finni fyrir öryggi og vellíðan á sínum vettvangi. Þekking og fræðsla á hinsegin málum er grundvöllur fyrir því að draga úr fordómum og mismunun. Það skiptir máli fyrir þenna hóp að efla þekkingu, auka skilning á stöðu hinsegin fólks og að fagna fjölbreytileikanum.

Nánar um námskeiðið

Inngilding og fjölmenning

Æskulýðsvettvangurinn, í samstarfi við Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og höfund þeirra verkfæra sem hér má finna, hefur þróað fræðslu um fjölmenningu og inngildingu í íþrótta- og æskulýðsstarfi og vinnustofu fyrir félög sem vilja stuðla að inngildingu í starfsemi sinni.

Nánar um námskeiðið

Samskipti og siðareglur

Siðareglur eru mikilvægur hlekkur í því að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna sem taka þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi og til að tryggja öryggi þeirra, sem og starfsfólks og sjálfboðaliða í starfinu.

Nánar um námskeiðið

Skjánotkun barna og ungmenna

Skjánotkun barna og ungmenna hefur aukist mikið undanfarin ár. Mikilvægt er að stuðla að jákvæðri umgengni við tækni, tölvur og snjalltæki og hafa viðmið um slíkt í starfi með börnum og ungmennum þar sem skjáfíkn hefur einnig aukist samhliða aukinni notkun á þessum tækjum.

Nánar um námskeiðið

Verndum þau

Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, að geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, eigi sér stað og vita hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinum.

Nánar um námskeiðið

Námskeiðaáætlun og skráning

Samskipti og siðareglur
15.4.2024
 kl. 
18:00
 | 
Kennari: 
Staður: 
KFUM & KFUK
 | 
Holtavegi 28, 104 Reykjavík

Netnámskeið

Barnavernd
Aukin þekking starfsfólks og sjálfboðaliða á einelti, ofbeldi og áreitni og afleiðingunum af því.
Samskipti og siðareglur
Mikilvægur hlekkur í því að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna sem taka þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Panta námskeið

Námskeið Æskulýðsvettvangsins eru þeim samtökum sem mynda vettvanginn og aðildarfélögum þeirra að kostnaðarlausu. Námskeiðin standa einnig fyrirtækjum, félögum og stofnunum til boða fyrir gjald.

Nánari upplýsingar