Þorsteinn Víglundsson: Stjórnvöld eiga langt í land þegar kemur að hatursorðræðu

Þorsteinn Víglundsson

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, flutti opnunarerindið á ráðstefnu Æskulýðsvettvangsins um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem haldin var þann 22. september s.l.

Í ávarpi sínu þakkaði Þorsteinn Æskulýðsvettvanginum fyrir að halda ráðstefnuna sem hann sagði mikilvæga þar sem hatursorðræða er of lítið rædd. Þorsteinn sagði að stjórnvöld á Íslandi eigi enn langt í land með að koma lagaumhverfinu í kringum hatursorðræðu í rétt horf og skerpa þurfi á skilningi um hvað hatursorðræða sé. Það sé hins vegar í vinnslu.

Þorsteinn sagði að hatursorðræða geti af hluta til skýrst af fordómum og fáfræði, vanþekkingu, reynsluleysi og óöryggi. Sagði hann að mikilvægt sé að bregðast við slíku og svara þeim sem bera á borð hatursorðræðu, td. á athugasemdakerfum netmiðlanna og á samfélagsmiðlum. Sagði Þorsteinn að við þyrftum að sýna hugrekki og taka umræðuna. Ekki væri t.d. hægt að bera saman aðstoð stjórnvalda við fólk á flótta við stöðu heilbrigðis- og félagslega kerfið á Ísland. Ekki sé boðlegt að stilla þessu upp sem andstæðum kostum, auðvitað væri hægt að aðstoða fleiri en einn hóp í samfélaginu.

„Við erum að rétta flótta­fólki hjálp­ar­hönd, sem er að flýja skelfi­legt of­beldi. Við get­um líka sinnt þeim sem minna mega sín og líða skort í sam­fé­lag­inu,“ sagði Þorsteinn.