Þekking gegn einelti - námskeið

Einelti

Einelti er ekki liðið innan þeirra félagasamtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn. Mjög mikilvægt er að öllum líði vel í leik og starfi og að sá grundvallarréttur að fá að vera óáreittur sé virtur.

Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, að geta lesið í vísbendingar um einelti og annað ofbeldi, og að vita hvernig bregðast á við slíku svo hægt sé að bregðast strax við málum sem koma upp í starfinu og leysa úr þeim hratt og vel.

Þeim félagasamtökum sem mynda Æskulýðsvettvanginn og aðildarfélögum þeirra stendur til boða að fá að kostnaðarlausu fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála hjá Æskulýðsvettvanginum. Í erindinu er m.a. farið yfir eftirfarandi atriði:

  • Hverjar eru birtingarmyndir eineltis?
  • Hvernig á að koma auga á einelti?
  • Hvernig á að bregðast við einelti í félagsstarfi?
  • Hvernig á að vinna úr eineltismálum?
  • Hvaða úrræði eru í boði fyrir þau félagasamtök sem mynda Æskulýðsvettvangsinn og aðildarfélög þeirra?

Nálgast má frekari upplýsingar og bóka námskeið hjá Semu Erlu, framkvæmdastýru Æskulýðsvettvangsins, með því að senda póst á aev@aev.is.