Ráðstefna um hatursorðræðu í íslensku samfélagi

Ráðstefna

Þann 22. september s.l. stóð Æskulýðsvettvangurinn fyrir ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Við erum í skýjunum með ráðstefnuna og þær viðtökur sem hún fékk og viljum þakka öllum þeim sem aðstoðuðu við að gera hana að veruleika. Við viljum einnig þakka öllum þeim sem fluttu erindi á ráðstefnunni og þá sérstaklega þeim sem sögðu frá sinni eigin reynslu af fordómum og hatri í samfélaginu, sem er ekki auðvelt. Að lokum þökkum við öllum gestum fyrir komuna. 

Við munum á næstu dögum setja inn samantekt af ráðstefnunni, erindunum og umræðum.