8. nóvember - dagurinn gegn einelti

bully

Dagurinn í dag, 8. nóvember, er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Þetta er sjöunda árið sem dagurinn er helgaður baráttunni gegn einelti.

Einelti er ekki liðið innan þeirra félaga sem saman mynda Æskulýðsvettvanginn. Það er mjög mikilvægt að öllum líði vel í leik og starfi innan Æskulýðsvettvangsins og að sá grundvallarréttur, að fá að vera óáreittur, sé virtur.

Á vegum Æskulýðsvettvangsins starfar fagráð sem tekur á eineltismálum sem upp koma innan aðildarfélaganna og ekki tekst að leysa úr innan félaganna. Hlutverk fagráðsins er annars vegar að leita að viðunandi niðurstöðu í málum með sáttum sé þess nokkur kostur og hins vegar að veita félögum ráðgefandi álit á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga, sem fagráðinu hafa borist í viðkomandi máli.

Eineltismálum er hægt að vísa til fagráðs Æskulýðsvettvangsins. Tilvísun máls til fagráðs skal vera skrifleg, á þar til gerðu eyðublaði (sjá viðhengi) og skal senda hana á netfangið fagrad@aev.is.

Þau félög sem eiga aðild að Æskulýðsvettvangingum geta óskað eftir fræðslu um einelti með því að hafa samband við verkefnastýru Æskulýðsvettvangsins á netfangið aev@aev.is.